BJARNI DAGUR AFTUR Í ÚTVARP

    Eftir 17 ára fjarveru frá fjölmiðlum er Bjarni Dagur Jónsson farinn að starfa á útvarpi Suðurland FM síðdegis á föstudögum. Honum til stuðnings og aðstoðar er kaupsýslumaðurinn Sigurður Kolbeinsson sem rekur ferðaþjónustu í Kaupmannahöfn og er einnig með þætti í sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Nýi þátturinn heitir Dallas og verður kántrýskotinn.
    Þeir félagar segja að höfuðstöðvarnar séu ótvírætt í Hvíta húsinu á Selfossi (South Fork) sem eru höfuðstöðvar Einars Björnssonar sem rekur útvarpsstöðina og er skemmtanastjóri fyrir allt Suðurlandsundirlendið og stjónar Kótilettunni sem er bæjarhátíð Selfoss um þessa helgi.
    “Dallas er sérlega átakalítill þáttur, aðeins létt símtöl við íslendinga og fréttir af umferð og veðri. Markmiðið er að þetta sé gott til hlustunnar í bifreiðum og heima í lok vinnuviku; segir Bjarni Dagur.
    Auglýsing