Tölfræðin sýnir að 58,7% Íslendinga nota gleraugu eða linsur að læknisráði. Aðeins lægra hlutfall en í Bandaríkjunum, Japan og Frakklandi svo dæmi séu tekin.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur nú bæst í hópinn eins og sjá má í sjónvarpsfréttum, með smekklega og látlaus gleraugu sem fjölmargir Íslendingar kannast við eftir viðskipti við vefverslun Zenni í Hong Kong. Sumir segjast meira að segja eiga eins gleraugu og Bjarni.
Það tekur ekki nema tvær vikur eða svo að fá gleraugun frá Zenni í Hong Kong, margskipt og alls konar. Þau koma með póstinum og kosta ca. 18-20 þúsund krónur íslenskar. Ef rétt reynist að Bjarni hafi keypt gleraugun sín hjá Zenni í Hong Kong sýnir það að hann veit sínu viti í viðskiptum.