BJARNI ÁNÆGÐUR MEÐ UPPÞVOTTABURSTANN

  Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er alls ekki ósáttur við uppþvottaburstann sem veifað var framan í tyrknesku landsliðsmennina í knattspyrnu við komuna til landsins og vakið hefur athygli langt út fyrir landsteinana:

  “Að sinna öryggiseftirliti á alþjóðaflugvelli finnst mér skipta máli. Að sjá mann með uppþvottabursta í stað hljóðnema dálítið fyndið en ekki móðgun. Ég reiðist ekki þegar erlent tungumál er þýtt á ensku í stað íslensku. Fótbolti snýst um gleði og skemmtun. Áfram Ísland,” segir Bjarni svellkaldur.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinFILIPPUS PRINS (98)
  Næsta greinSAGT ER…