BJARGVÆTTURINN DAVÍÐ

    "Án hans værum við skuldugasta þjóð Evrópu og hefðum í raun misst fullveldið, eins og dæmin sanna að skuldugar þjôðir gera. Þetta veit ég af því að ég var þarna í Seðlabankanum í októberbyrjun 2008 og tók þátt í hugmyndavinnunni að Neyðarlögunum."

    “Davíð Oddsson er ekki fullkominn, en það var hann sem tók saman lausnina, sem fólst í Neyðarlögunum 2008. Hann barði hana í gegn, því andstaða hinna kjarklitlu var mikil. Án hans hefði sú lausn ekki orðið til. Án hans hefðum við verið látin skrifa undir risaskuld við IMF og andvirðið gengið til uppgreiðslu skulda bankanna, sem voru bara einkabankar sem þjóðin bar ekki ábyrgð á,” segir Ragnar Önundarson fyrrym bankastjóri og samfélagsrýnir þegar han lítur um öxl í tilefni 75 ára afmælis Davíðs:

    “Án hans værum við skuldugasta þjóð Evrópu og hefðum í raun misst fullveldið, eins og dæmin sanna að skuldugar þjôðir gera. Þetta veit ég af því að ég var þarna í Seðlabankanum í októberbyrjun 2008 og tók þátt í hugmyndavinnunni að Neyðarlögunum.”

    Auglýsing