BJARGAÐI SJÓNINNI Í COSTCO Í ARIZONA

    Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram, datt í lukkupottin þegar hún heimsótti augnlækni í verslun Costco í Arizona í Bandaríkjunum. Ótrúlegt en satt:

    “Ég heimsótti ættingju í Arizona í maí og gerði mér ferð í Costco og ákvað að fjárfesta í nýjum gleraugum. Pantaði mér tíma hjá augnlækni í Costco og þegar ég mætti sá ég skilti um myndatöku á öllu auganu. Þetta er ekki í boði hjá augnlæknum hér á landi, því miður. Úr þessari myndatöku kom í ljós eitthvað sem kallast retina detachment og hefði líklega ekki verið greint í almennri augnskoðun á Íslandi á þessu stigi. Þegar ég komst að hjá augnlækni hér þá tók hann mig strax í lazer aðgerð því þetta er ekki hægt að lækna heldur aðeins koma í veg fyrir meiri skaða. Mér skilst á lækninum hér að eina sambærilega augnmyndavélin hér á landi sé lítil handvél sem notuð er eingöngu á börn á spítalanum. Þessi myndataka kostaði mig 35 dollara minnir mig svo í guðanna bænum skellið ykkur í Costco ef þið eigið leið um í Bandaríkjunum og látið kíkja á augun.”

    Auglýsing