BITABOX OG HITABRÚSAR VINSÆLT Í SUMAR

    Lesendabréf:

    Tíðindamaður var á ferðinni um Vesturland og Suðurland um helgina og sá þá að umferðin var að aukast. Ung hjón frá Póllandi voru að skoða sig um í Borgarfirðinum og sátu með kaffibrúsa og bitabox þau sögðust ætla að ferðast innanlands í sumar fara þá stuttar ferðir en ef þau færu í lengri ferðir færu þau með tjald eða fengju leigðan tjaldvagn. Þeim finnst verðið allt of hátt á hótelunum þó svo að verðið hafi lækkað um 50% og ætluðu hvorki að kaupa gistingu né annað, bara vera með nesti með sér kaffi og te. Á Suðurlandi rákumst við á Króatísk hjón með thermos og bitabox og það var sama upp á teningnum hjá þeim, ekki kaupa gistingu í sumar og nesta sig upp. Nú er spurning er það of mikil bjartsýni hjá hótelum út á landi að Íslendingar kaupi gistingu fyrir eina nótt með morgunverði fyrir 20.000 krónur. Held að fáir muni gista á hótelum fyrir 20.000 með morgunverði.

    Auglýsing