BIRTA VILL MEIRI BIRTU

  Birta og blokkin.

  Veðurfræðingurinn vinsæli, Birta Líf Kristinsdóttir og eiginmaður hennar, Heiðar Lind Hanson, hafa sótt um að fá meiri birtu og aðgengi að garði við heimili sitt í blokk á Háaleitisbraut. Líf og Heiðar eignuðust dreng í febrúar í fyrra og áttu fyrir þriggja ára dóttur og voru vísast að hugsa um börnin þegar þau sendu byggingafulltrúa borgarinnar bréf:

  “Háaleitisbraut 49 (12.914.01) 103776. Mál nr.BN05918. Heiðar Lind Hansson, Háaleitisbraut 49, 108 Reykjavík Birta Líf Kristinsdóttir, Háaleitisbraut 49, 108 Reykjavík. Spurt er hvort leyft yrði að saga fyrir svaldyrum úr stofu út í garð fjölbýlishúss nr. 49 á lóð nr. 49-107 við Háaleitisbraut. Afgreitt. Samanber leiðbeiningar á umsagnarblaði.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinROY
  Næsta greinFULLUR Á LEIÐ 17