BÍLL EÐA BÁTUR – SAMGÖNGUSTOFA Á GATI

    Reynir dyttar að hjólabátnum í Vík á meðan hann bíður eftir grænu ljósi frá Samgöngustofu.

    “Það er komið hálft annað ár og sérfræðingarnir á Samgöngustofu hafa enn ekki getað gert upp við sig hvort þetta sé bíll eða bátur. Þess vegna er ekki hægt að skrá þetta,” segir Reynir Ragnarsson, þekktur sem Reynir lögga í Vík.

    Reynir og sonur hans keyptu tvo hjólabáta í Belgíu sem upphaflega voru smíðaðir fyrir bandaríkjaher og ætlunin var að sigla (og keyra) með ferðamenn frá Vík, út í Reynisdranga og tilbaka:

    “Þegar maður telur sig vera kominn með góða viðskiptahugmynd strandar allt í kerfinu,” segir Reynir og heldur áfram að bíða eftir grænu ljósi frá Samgöngustofu. “Þeir hafa ekki einu sinni komið hingað austur til að sjá með eigin augum hvort skrá eigi þetta sem bíl eða bát.”

    Auglýsing