Steini pípari sendir myndskeyti:
—

Eitt af því fyrsta sem pípulagninganemi lærir: Ef ekki er nægilegt rennsli er að leggja sverari leiðslu. Reyndar ekki flókin fræði.
Ég minnist á þetta því nú hefur verið lagt til að minka hraða á götum Reykjavíkurborgar. Þá getum við skoðað dæmið sem lærlingur í pípulögnum er búinn að læra. Lærlingurinn áttar sig strax á því að fjölga þarf akreinum og breikka götur. Á fólkið kannski ekki að komast heim til sín vegna umferðaröngþveitis eða á milli staða til að sinna ýmislegu snatti í bænum?