BÍLASTÆÐASJÓÐUR SIGRAÐUR

  Litlir sigrar geta orðið stórir. Sérstaklega þegar barist er við Bílastæðasjóð sem er ósveigjanlegur í samskiptum.

  Ökumaður sem reyndi að borga í stöðumælastaur á Bergþórugötu þar sem hann fékk ekki stæði við Sundhöllina þangað sem ferðini var heitið lenti í vandræðum þar sem staurinn tók hvorki við klinki né kortum. Stíflaður. Samt fékk ökumaður sekt á meðan á sundferðinni stóð – tæpar fimm þúsund krónur. Hann kvartaði og fékk svo þennan póst í morgun:

  Ágæti viðtakandi.

  Þetta er svar vegna erindis þíns þann 1. nóvember 2019 um eftirfarandi álagningu stöðvunarbrotagjalds :

  Tilvísunarnúmer: P-2019-10-31-0239
  Dagsetning gjalds: 31.10.2019 16:01
  Staðsetning: Bergþórugata
  Númer ökutækis: BZ178
  Kröfunúmer: 5011700119-0155964-03-051366-141119-2108522719
  Tegund gjalds: Aukastöðugjald

  Álagning aukastöðu- og stöðubrotsgjalda fer fram samkvæmt heimild í 108. grein umferðarlaga nr. 50/1987. Í framhaldi af erindi þínu hefur ofangreind álagning verið tekin til sérstakrar athugunar og er niðurstaðan sem hér segir:

  Athugunin leiddi í ljós að um bilun í mæli var að ræða. Því er fallist á andmæli þín og hið álagða gjald fellt niður.

  Hafi álagningin þegar verið greidd verður greitt inn samkvæmt bankaupplýsingum sem skráðar voru inn við gerð andmæla. Að gefnu tilefni skal tekið fram að stöðvunarbrotagjöld eru einungis endurgreidd til skráðs umráðamanns eða eiganda ökutækisins.

  Auglýsing