BÍLASTÆÐADRAUMUR VIÐ HÖLLINA ÚTI

    Bílastæðin við Sundhöllina við Barónsstíg hafa lengi verið eftirlæti bílstjóra sem þar hafa getað lagt ókeypis á meðan allt nágrennið er vaktað af flokki stöðumælavarða.

    En nú er draumurinn úti. Til stendur að merkja stæðin sérstaklega fyrir sundlaugargesti og verður engin miskun sýnd.

    Þá vaknar spurning: Hvernig ætla þeir að vita hvaða bílstjórar eru í sundi og hverjir ekki?

    Auglýsing