Bílstjóri á leið í flug sendir póst:
—
Isavia stundar umfangsmiklar blekkingar til að fá ferðafólk til að panta bílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og borga fyrirfram.
“Bókaðu hér og sparaðu 6.300 kr.” segir í skilaboðum bókunarsíðu Isavia til viðskiptavinar sem áformar að leggja bíl sínum í 7 daga í júní næstkomandi. Þá kostar stæðið aðeins 7.300 kr.
En samkvæmt gjaldskrá Isavia á sömu bókunarsíðu kostar 8.750 kr. að leggja bílnum í þessa 7 daga þó ekki sé bókað fyrirfram. Munurinn er 1.450 kr. en ekki 6.300 kr.
Lygi, svik og prettir í boði ríkisfyrirtækis, sem þar að auki ætlar að liggja með peninga viðskiptavinarins og ávaxta þá í eigin þágu í þá fjóra mánuði sem eiga eftir að líða fram að brottför.