BÍLASALAR PLATA KAUPENDUR

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Jeppi er íslenskun á enska orðinu jeep. Orðið var til af skammstöfuninni gp sem stóð fyrir general purpose eða til allra nota. Þessi skammstöfun var notuð á bíla sem gátu bæði farið í torfærur og einnig mátti nota þá til að skutla hermönnum innan bæja. Þeir höfðu drif bæði á aftur og framöxli. Þá höfðu þeir lágt drif sem er öflugt fyrir mjög hægan akstur í torfærum.

  Allir bílar voru með grind þegar jepparnir komu fram en þeir voru sterkbyggðari en fjölskyldubílar. Þegar farið var að smíða bíla án grindar héldu jepparnir þeim áfram. Flestir gerðir þeirra stækkuðu og urðu öflugri.

  Sumir bílaframleiðendur fóru að framleiða bíla sem voru með einhvers konar fjórhjóladrifi, voru ekki á grind og höfðu ekki lágt drif. Seljendur tóku að kalla slíkar bifreiðir „jepplinga“ þ.e. þeir höfðu ekki eiginleika jeppa en spóluðu síður en fólksbílar. Þar sem jeppar höfðu stækkað og viðskeytið lingur er minnkunarviðskeyti voru ekki gerðar athugasemdir við það.

  Nú eru bílasalar byrjaðir að kalla bíla með drif á einum öxli jepplinga ef þeir eru aðeins reisulegri en aðrir fólksbílar. Það er ekkert sem bendir til þess að þeir séu til allra nota fremur en aðrir fólksbílar. Þetta tel ég vera að villa um fyrir kaupendum og sé ámælisvert.

  Auglýsing