BILAÐ VERÐ Á UPPTAKARA

Brimrún og upptakararnir tveir.

“Þetta er auðvitað bara bilun. Til vinstri er upptakari/tappatogari sem vakti athygli mína þar sem hann er í laginu eins og páfagaukur. Kostar 6.900 kr. í Duka í Smáralind.
Til hægri er nákvæmlega eins græja, sem fæst í Verkfæralagernu á Smáratorgi á 595.- kr. (Líka til í grænu.) Ekki er um neinn gæðamun að ræða þó síður sé þar sem pinninn á handfanginu er laus í þessum dýrari. Er þetta eðlilegt?” segir Brimrún Hrönn Hafsteinsdóttir fyrrverandi strætóbílstjóri  hjá Kynnisferðum og flotafulltrúi Strætó BS.

Auglýsing