BIELTVEDT KAUPIR BÓLSTRUN ÁSGRÍMS

  Egill Ásgrímsson bólstrari, sem staðið hefur vaktina í eigin fyrirtæki á Bergstaðastræti 2 í um 60 ár, er að hætta og hverfur þá af sjónarsviðinu eitt af kennileitum miðbæjarsins; Bólstrun Ásgríms.

  Egill er kominn á áttræðisaldur og tók við bólstruninni af föður sínum sem ungur maður. En nú verður lokað og húsið selt.

  – Hver keypti?

  “Nú, hver nema Birgir Bieltvedt. Hann kaupir allt,” segir Egill í gamansömum tón en Birgir, gjarnan kenndur við Dominos, er við að kaupa alla húsaröðina á Bergstaðastræti frá Laugavegi upp á Skólavörðustíg. Hann rekur veitingastaðinn Joe & The Juice á Laugavegshorninu og á baklóðinni er hann að byggja nýtt smáhýsi sem verður líklega veitingastaðurinn Gló og svo er það Bólstrun Ásgríms þar fyrir ofan.

  Hvað Birgir ætlar að gera við húsið er ekki vitað en staðsetningin er góð og húsið fallegt. Er von manna að það fái að standa.

  Auglýsing