BESTA PIZZAN Á SEYÐISFIRÐI

  Ostapizzan og chillisultan á Seyðisfirði.

  Það getur borgað sig að aka rúma 25 kílómetra yfir Fjarðarheiði frá alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum til þess eins að fá sér pizzu á Seyðisfirði.

  Í menningarmiðstöðinni Skaftfelli hefur um árabil verið bökuð besta pizzan á landinu og þó víðar væri leitað, á stökkum þunnum botni og ber þar ostapizzan hæst, kórónuð með lítilli skál með chillisultu.

  Stærri útgáfan kostar aðeins 2.700 krónur og dugar vel fyrir tvo.

  Heyrst hefur að fleiri en einn farþegi Norrænu hafi snúið aftur með ferjunni að ári þegar ostapizzan í Skaftfelli hefur bankað upp á í minningabankanum ytra.

  Auglýsing