BESTA MYNDIN Í BÆNUM

  Það voru aðeins sex í salnum klukkan sex í gær og á hvíta tjaldinu besta kvikmynd sem lengi hefur verið sýnd í Háskólabíói; Three Billboards Outside Ebbing, Missouri.

  Martin McDonagh

  Maður skyldi ætla að þetta væri mynd eftir Coen-bræður enda eiginkona Joel Coen, Frances McDormand, í aðalhlutverki líkt og í Fargo og fleiri myndum þeirra bræðra. En aldeilis ekki. Maðurinn á bak við þetta allt saman, leikstjóri og handritshöfundur, heitir Martin McDonagh, írskt leikskáld í London, sonur skúringakonu og leigubílstjóra, eini maðurinn sem hefur náð því að vera með fjögur leikrit á sviði í East End í London samtímis fyrir utan Shakespeare og þá var McDonagh aðeins 27 ára en er nú að nálgast fimmtugt. Fram til þessa hefur hann verið þekktastur fyrir aðra mynd sína, In Bruges.

  Sá kann að skrifa samtöl svo í hvín enda segir hann helstu áhrifavalda í list sinni vera Quentin Tarantino og Samuel Beckett.

  Bíómiðinn í Háskólabíói kostar aðeins 990 krónur fyrir klukkan sjö á kvöldin og stelpurnar í sælgætissölunni eru komnar með hárnet þegar þær afgreiða popp.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinTVÖ VOÐA HISSA
  Næsta greinSAGT ER…