Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BERNHÖFT BAKARI BORINN ÚT

Fallinn er Hæstréttardómur í útburðarmáli sem eigandi fasteignarinnar sem hýsir Bernhöftsbakarí á Bergstaðastræti höfðaði gegn bakaranum.

Dómsorðiðið hljóðar svo:

Sóknaraðila, B13 ehf., er heimilt að fá varnaraðila, Bernhöftsbakarí ehf., borinn með beinni aðfarargerð út úr húsnæði sóknaraðila á jarðhæð fasteignarinnar að Bergstaðastræti 13, Reykjavík, með fastanúmerið 225-9038, ásamt öllu sem tilheyrir varnaraðila.

Varnaraðili greiði sóknaraðila 300.000 kr. í málskostnað.

Því er ljóst að Bernhöftsbakarí verður að flytja – en hvert?

Sjá eldri frétt HÉR.

 

Fara til baka


Comments

  1. Bara að Jói Fel komi ekki í staðinn?

LÖGREGLUSTJÓRI Í AUKAVINNU

Lesa frétt ›MÓDEL MEGASAR BOÐIN UPPLesa frétt ›ICE BABY Í VÍN

Lesa frétt ›BILUN Á OXFORDSTRÆTI

Lesa frétt ›DORRIT MÁLUÐ Á BESSASTÖÐUMLesa frétt ›


BERNHÖFTSTORFAN 1905

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að ef þjónustan í bankakerfinu og stjórnsýslunni væri eins og í Aðalpartasölunni í Hafnrfirði væri lífið í landinu betra. Þeir hafa opið frá 9 til 18 á virkum dögum - og stundum á laugardögum. Koma til dyranna eins og þeir eru klæddir.
Ummæli ›

...að Spaugstofan, sem er horfin úr sjónvarpinu, hafi einsett sér að fara inn á uppistandsviðið sem blómstrar sem aldrei fyrr og láta þar til sín taka af krafti. Eiginlega bara spurning um hvaða húsnæði henti.
Ummæli ›

...að ritstjóri Séð og Heyrt sé nefndur jafn oft til sögunnar í bók Reynis Traustasonar, Afhjúpun, og hluthafarnir fyrrverandi á DV, Lilja Skaptadóttir og Björn Leifsson í World Class - tíu sinnum hvert.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. GÖMUL KÆRASTA JÓNS GNARR:   Fortíðin elti Jón Gnarr fyrrum borgarstjóra upp með skemmtilegum hætti og hann segir: ...
  2. BEST VARÐVEITTA LEYNDARMÁL ÍSLENSKRAR MYNDLISTAR: Gefin hefur verið út í Svíþjóð bók um íslenska myndlistarmanninn Pál Sólnes. Bókin er í stóru br...
  3. ÍSLENSKT JÓLABRENNIVÍN Í NETTO: Íslenskt jólabrennivín er selt í verslunarkeðjunni Netto í Danmörku og rennur út enda á góðu ver...
  4. BILUN Á OXFORDSTRÆTI: Frá fréttaritara okkar í Lundúnum: --- Það er sérstök skemmtun að halda niður í miðbæ Lund...
  5. DORRIT MÁLUÐ Á BESSASTÖÐUM: Dorrit Moussaieff forsetafrú er á landinu. Í gær vann harðsnúið lið við að farða forsetfr...

SAGT ER...

...að á fundi Meistarafélags hárskera í kvöld, mánudagskvöld, var kona í fyrsta skipti í 90 ára sögu félagsins kosin formaður. Hún heitir Gríma Kristinsdóttir og rekur samnefnda hárstofu á Dvergshöfða og með henni í stjórn eru Jón Halldór Guðmundsson og Kristleifur Gauti Torfason.
Ummæli ›

...að íslenskir ferðamenn í Berlín sæki stíft sportbarinn EscoBar sem nefndur er í höfuðið á kólumbiska eiturlyfjakónginum Pablo Escobar (1949-1993).
Ummæli ›

...að greiðendur afnotagjalda Ríkisútvarpsins bíði spenntir eftir nýjum sjónvarpsþætti með Styrmi Gunnarssyni og Þórhildi Þorleifsdóttur þar sem fjalla á um samfélagsmál með aðstoð Boga Ágústssonar. Hver á að horfa? Útvarpsstjóri segist sjálfur eiga hugmyndina en hann hefði eins getað sett Bryndísi Schram aftur í Stundina okkar. Og jafnvel frekar.
Ummæli ›

...að allir helstu framsóknarmenn landsins séu staddir á Hornarfirði núna til skrafs og ráðagerða og bæjarbúar í viðbragðsstöðu.
Ummæli ›

Meira...