Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BERNHÖFT BAKARI BORINN ÚT

Fallinn er Hæstréttardómur í útburðarmáli sem eigandi fasteignarinnar sem hýsir Bernhöftsbakarí á Bergstaðastræti höfðaði gegn bakaranum.

Dómsorðiðið hljóðar svo:

Sóknaraðila, B13 ehf., er heimilt að fá varnaraðila, Bernhöftsbakarí ehf., borinn með beinni aðfarargerð út úr húsnæði sóknaraðila á jarðhæð fasteignarinnar að Bergstaðastræti 13, Reykjavík, með fastanúmerið 225-9038, ásamt öllu sem tilheyrir varnaraðila.

Varnaraðili greiði sóknaraðila 300.000 kr. í málskostnað.

Því er ljóst að Bernhöftsbakarí verður að flytja – en hvert?

Sjá eldri frétt HÉR.

 

Fara til baka


Comments

  1. Bara að Jói Fel komi ekki í staðinn?

ÞÚSUND ÞORSKAR Á FÆRIBANDI 1975

Lesa frétt ›HELGI PÉ LÁTINN FJÚKA Á RÚV

Lesa frétt ›ÓSKEMMTILEG LENDING – VILJANDI 

Lesa frétt ›VERÐHÆKKANIR Í BÓNUS Á 5 ÁRUM

Lesa frétt ›SJÚKRABÍLL Í HAGKAUP

Lesa frétt ›VIKINGO Á LEIÐINNI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að langskemmtilegasti og besti þátturinn á Rás 1 Ríkisútvarpsins sé hættur. Staður og stund með Svavari Jónatanssyni bar höfuð og herðar yfir aðra þætti - líklega vegna þess að í hann var lögð alvöru vinna. Mættu hlustendur fá að vita ástæðuna?
Ummæli ›

...að tónlistin í kvikmyndinni Afinn haldi henni saman á sinn melódíska hátt þó fæstir taki eftir því í bíósalnum - en hún er eftir Frank Hall, nýráðinn forstöðumann á Rás 2.
Ummæli ›

...að Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor hafi tilkynnt um brotthvarf sitt úr starfi til að undirbúa forsetaframboð en daginn eftir kom Mjólkursamsöluskandallinn upp þar sem Einar Sigurðsson, eiginmaður hennar, er forstjóri og og þar með var draumurinn úti. Svipað hefur gerst áður í forsetakosningum.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. STEINDI STELUR SENUNNI: Steindi júníor stelur senunni í nýjustu íslensku kvikmyndinni, Afanum, og er töluvert því allir ...
  2. HELGI PÉ LÁTINN FJÚKA Á RÚV: Helgi Pétursson, fjölmiðlamaðurinn ástsæli, sinnir ekki lengur þularstörfum fyrir Ríkisutvarpið....
  3. ÞINGMAÐUR TRÚLOFAST: Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins frá Selfossi, og Birna Harðardóttir háskólanem...
  4. FJÓRIR BORGARSTARFSMENN Í VINNUNNI: Myndskeyti var að berast: --- Fjóra borgarstarfsmenn þurfti til að festa litla sorptunnu á...
  5. ÞAÐ SEM VANTAR Á FORSÍÐUNA: Fréttasafinn lekur af nýjustu forsíðu Séð og Heyrt en það sem vantar þarna má finna aftast í bla...

SAGT ER...

...að eigendur hjólbarðaverkstæða fagni haustinu líkt og börn jólunum.
Ummæli ›

...að Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor og Einar Sigurðsson forstjóri Mjólkursamsölunnar séu hjón. Kristín hefur lýst því yfir að hún sé að hætta en Einar ekki.
Ummæli ›

  ...að Bette Midler sé að gefa út sína fyrstu plötu í átta ár, It´s The Girls! Bette verður sjötug á næsta ári.
Ummæli ›

...að Lily of the Valley hafi verið að senda frá sér sína aðra smáskífu og fylgja þar með eftir hinu geysivinsæla lagi "I'll Be Waiting" sem þau gáfu frá sér í sumar. Lagið fékk mjög góða spilun á útvarpsstöðvum og situr nú með ríflega 9000 spilanir á YouTube. Hljómsveitin hefur skapað sér gott orðspor og fengu með sér strákana í JOHNNY AND THE REST í upptökur á þessu nýja lagi er nefnist "Back". Hljómsveitirnar tvær fóru saman í tónleikatúr um landið í sumar og kóróna sumarið með því að fara saman í hljóðverið. Fengu þeir einnig til liðs við sig hana Sóley Sigurjónsdóttur á selló. Lagið er tekið upp í Stúdíó Hljóm undir upptökustjórn Kristjáns Haraldssonar og var það Skapti Þóroddsson sem sá um hljóðblöndun og tónjöfnun. Það er vert að fylgjast með þessu unga tónlistarfólki, því þau hafa komist mjög langt og náð að skapa mikið umtal á mjög stuttum tíma.
Ummæli ›

Meira...