Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BERNHÖFT BAKARI BORINN ÚT

Fallinn er Hæstréttardómur í útburðarmáli sem eigandi fasteignarinnar sem hýsir Bernhöftsbakarí á Bergstaðastræti höfðaði gegn bakaranum.

Dómsorðiðið hljóðar svo:

Sóknaraðila, B13 ehf., er heimilt að fá varnaraðila, Bernhöftsbakarí ehf., borinn með beinni aðfarargerð út úr húsnæði sóknaraðila á jarðhæð fasteignarinnar að Bergstaðastræti 13, Reykjavík, með fastanúmerið 225-9038, ásamt öllu sem tilheyrir varnaraðila.

Varnaraðili greiði sóknaraðila 300.000 kr. í málskostnað.

Því er ljóst að Bernhöftsbakarí verður að flytja – en hvert?

Sjá eldri frétt HÉR.

 

Fara til baka


Comments

  1. Bara að Jói Fel komi ekki í staðinn?

PÁSKAMYNDIN

Lesa frétt ›KJARAKÓRINN SYNGUR HÁTT

Fréttir af kjaraviðræðum hellast yfir landsmenn og úr samningadeild okkar heyrist þetta...

Lesa frétt ›LEYNDARMÁLIÐ EASYJET

Hjón fóru í gær með Easyjet til Bretlands í páskafrí og borguðu 40 þúsund krónur samanlagt fyrir flugferðina, fram og til baka og ein ferðataska innifalin. Semsagt 20 þúsund kall á manninn. Það er ekki hægt að komast fljúgandi til Akureyrar frá Reykjavík fyrir þennan pening...

Lesa frétt ›BLÓÐTAKAN Í BORGARLEIKHÚSINU

Magnús Þór Geirsson útvarpsstjóri tók tvo af lykilstarfsmönnum Borgarleikhússins með sér yfir í framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins sem kynnt hefur verið...

Lesa frétt ›KÖKUBASAR VIÐ HRAÐBANKA

Það er engin leið að komast hjá því að kaupa kökurnar á kökubasarnum hjá starfsfólki alzeimerdeildar Landakotsspítala því hann er staðsettur við hraðbankann í kjallara spítalans sem vinsæll er hjá nágrönnum í hverfinu...

Lesa frétt ›


KÍLÓ FJÚKA AF ÞUNGAVIGTARMANNI

“Vilji er allt sem þarf og þetta er einfalt: Sleppa öllum sykri og hveiti,” segir Sigurjón M. Egilsson, þungavigtarmaður í íslenskum fjölmiðlum um árabil, sem tekið hefur stefnuna á millivigt...

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að stórstjarnan Björk Guðmundsdóttir og Sindri sonur hennar hafi setið á veitingastað við Reykjavíkurhöfn á miðvikudagskvöldið og túristarnir ólmir viljað fá myndir af sér með henni - en nei takk!
Ummæli ›

...að þetta sé frábært hjá samuel.is - smellið.
Ummæli ›

...að Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ, hafi farið á tónleika með Hjaltalín í Hörpunni ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Geirssyni, í gærkvöldi.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KRÁAREIGANDI Í STRÍÐ VIÐ SIMMA OG JÓA: Jón Mýrdal, vert á veitingastaðnum Bravó á horni Laugavegar og Klapparstígs, hefur keypt veiting...
  2. AUGLÝSIR LJÓT HÚS TIL SÖLU: "Þetta er bara mín skilgreining á eignunum, mér finnst húsin ljót og auglýsi þau þannig. Ég er h...
  3. ÞÓRI KASTAÐ ÚT: Allt logar enn í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar eins og hér kemur fram í nýju fréttaskeyti frá inn...
  4. GULLMOLI Í GULLENGI: Ekki er allt sem sýnist í Grafarvogi. Í fjölbýlishúsi við Gullengi er þriggja herbergja íbúð ...
  5. BLÓÐTAKAN Í BORGARLEIKHÚSINU: Magnús Þór Geirsson útvarpsstjóri tók tvo af lykilstarfsmönnum Borgarleikhússins með sér yfir í ...

SAGT ER...

...að vert sé að minna á þessa auglýsingu því þarna eru þeir heiðraðir sem aldrei hafa orðið til vandræða, byrjuðu að flokka sorp á undan öðrum, borga reikningana sína á réttum tíma og gefa alltaf stefnuljós.
Ummæli ›

...að athafnaskáldið Gunnar Smári Egilsson, Alda Lóa eiginkona hans og Sóley dóttir þeirra séu lögst í hálfs árs ferðalag sem fylgjast má með á netinu frá degi til dags og Gunnar Smári segir: Við segjum þarna ferðasögu okkar um fornt áhrifasvæði vestnorrænna manna næstu sex mánuði. Á leiðinni ætlum við meðal annars að ná tökum á frásögum á netinu. Ferðaplanið er þetta: Gautlönd í Svíþjóð, Noregur uppúr og niðrúr, Svalbarði, Hjaltland, Orkneyjar, Katnes og nyrsti oddi Skotlands, Suðureyjar, Mön, Írland, Færeyjar, vesturströnd Grænland, Baffinseyja, Labrador, Nýfundnaland, Nýja-Skotland og Ísland. Sjá hér: forufolk.is - smellið.
Ummæli ›

...að stöðugur fréttaflutningur vefmiðla um framboðsmál framsóknarmanna í Reykjavík sé allur á villigötum.
Ummæli ›

...að The Grand Budapest Hotel sé besta myndin í bíó í dag - stórleikarar í öllum aukahlutverkum og ævintýrablær í hverjum ramma. Svona myndir eru yfirleitt ekki gerðar og þær verður að sjá í bíó.
Ummæli ›

Meira...