Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BERNHÖFT BAKARI BORINN ÚT

Fallinn er Hæstréttardómur í útburðarmáli sem eigandi fasteignarinnar sem hýsir Bernhöftsbakarí á Bergstaðastræti höfðaði gegn bakaranum.

Dómsorðiðið hljóðar svo:

Sóknaraðila, B13 ehf., er heimilt að fá varnaraðila, Bernhöftsbakarí ehf., borinn með beinni aðfarargerð út úr húsnæði sóknaraðila á jarðhæð fasteignarinnar að Bergstaðastræti 13, Reykjavík, með fastanúmerið 225-9038, ásamt öllu sem tilheyrir varnaraðila.

Varnaraðili greiði sóknaraðila 300.000 kr. í málskostnað.

Því er ljóst að Bernhöftsbakarí verður að flytja – en hvert?

Sjá eldri frétt HÉR.

 

Fara til baka


Comments

  1. Bara að Jói Fel komi ekki í staðinn?

VILTU GRÆÐA? KAUPTU!

Lesa frétt ›BRENNISÓLEY Í BANASTUÐI

Lesa frétt ›GALDURINN VIÐ LANGLÍFI

Lesa frétt ›STEINI BRÝNIR FRAMSÓKN

Lesa frétt ›BJARNI SLÖKKTI Á SÍMANUM OG SIGURÐUR INGI FÓR Á FJÖLL

Lesa frétt ›GUÐMUNDUR TIL FENEYJA

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að þetta sé athyglisvert -smellið!
Ummæli ›

...að myndlistarmaðurinn Sigurður Örlygsson opni sýninguna “Málaðar klippimyndir” í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5, föstudaginn 29. júlí kl. 17:00 - 19:00. Sýningin er í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar. Í veglegri sýningarskrá segir Sigurður meðal annars: “Ég geri mikið af skyssum og er lengi að mála verkin. Undirstöðuþættir málverksins, það er að segja form, bygging og litur, hefur ávallt höfðað sterkt til mín. Ég legg mikla áherslu á að finna réttan hreinan litatón í þau form sem rata inn á myndflötinn. Hvort sem um er að ræða abstrakt eða fígúratíft málverk hefur geómetrían ávallt verið til staðar hjá mér. Þegar þú opnar augun sérðu bara liti og form. Síðan kemur hreyfing og sagan og lesturinn með augunum, tíminn er afstæður á tvívíðum fleti, en áhorfandinn velur sér leið til að lesa flötinn. Málverkin mín hafa ekki pólitískan eða heimspekilegan boðskap, heldur leitast ég eftir því að höfða til augans, líkt og tónlist höfðar til eyrans."
Ummæli ›

...að Eiðurinn, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verði heimsfrumsýnd á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Toronto. Myndin verður sýnd í Special Presentations hluta hátíðarinnar. Toronto hátíðin fer fram frá 8. – 18. september. Eiðurinn segir af hjartaskurðlækninum Finni sem þykir skara fram úr í starfi sínu. Þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. PÚTIN KOMINN: Fréttaskeyti var að berast: Putin er fyrir austan að veiða. Staðfest. Rímar þetta við frétt s...
  2. SIGGA HLÖ II HAFNAÐ: Sigurður G. Tómasson, ástsæll útvarpsmaður um áratugaskeið, situr í friðsæld á heimili sínu í Mosó o...
  3. BERGLIND SEND Í “FRYSTI”: Úr diplómatadeildinni: --- Sá íslenski sendiherrann sem mest hefur borið á á undanförnum mánuðum...
  4. BORGARSTJÓRI SVARAR FJÁRFESTI FULLUM HÁLSI: Borgarstjóri stefnir að mikilli fjölgun bekkja í Reykjavík svo útivistarfólk geti tyllt sér niður hé...
  5. EYGLÓ Í FORMANNINN: Samkvæmt traustum heimildum ætlar Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra að bjóða sig fram til fo...

SAGT ER...

...að ef marka má þessa kynningu hjá dv.is þá er líf eftir dauðann.
Ummæli ›

...að búið sé að setja upp þessa fínu ryksugu og loftdælu á bensínstöð N1 í Ólafsvík.
Ummæli ›

...að íslensk börn hafi sést á Skólavörðustíg í dag en þau hafa vart verið þar eftir að túrisminn skall á.
Ummæli ›

...að rútufárið í miðbæ Reykjavíkur sé að verða ævintýralegt. Þessi stóra beið eftir þeirri litlu í 30 mínútur með alla umferð stopp fyrir framan Kaffi Reykjavík neðst á Vesturgötu í gær. Litla rútan var frá ferðaþjónustufyrirtækinu Ævintýri ehf. - gott nafn.
Ummæli ›

Meira...