Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BERNHÖFT BAKARI BORINN ÚT

Fallinn er Hæstréttardómur í útburðarmáli sem eigandi fasteignarinnar sem hýsir Bernhöftsbakarí á Bergstaðastræti höfðaði gegn bakaranum.

Dómsorðiðið hljóðar svo:

Sóknaraðila, B13 ehf., er heimilt að fá varnaraðila, Bernhöftsbakarí ehf., borinn með beinni aðfarargerð út úr húsnæði sóknaraðila á jarðhæð fasteignarinnar að Bergstaðastræti 13, Reykjavík, með fastanúmerið 225-9038, ásamt öllu sem tilheyrir varnaraðila.

Varnaraðili greiði sóknaraðila 300.000 kr. í málskostnað.

Því er ljóst að Bernhöftsbakarí verður að flytja – en hvert?

Sjá eldri frétt HÉR.

 

Fara til baka


Comments

  1. Bara að Jói Fel komi ekki í staðinn?

FJÖLMIÐLAMÓGÚLL FLYTUR ÚR LANDI

Lesa frétt ›ÍSLENSK LEIKKONA JARÐSÖNG Í BROEN

Lesa frétt ›BENZ MEÐ SÖGU TIL SÖLU

Lesa frétt ›GAMLI MAÐURINN OG JÓLIN

Lesa frétt ›SÓFI VERÐUR LÍKKISTA

Lesa frétt ›FRÁBÆR FIMMAURAKAKA

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og væntanlegur forsetaframbjóðandi, sé sá eini í þjóðskrá með því nafni og má merkilegt teljast því bæði Þorgrímur og Þráinn eru algeng nöfn í íslensku. Reyndar er Ólafur Ragnar Grímsson, væntanlegur keppinautur Þorgríms um Bessastaði, líka sá eini á landinu með því nafni en tvær Vigdísar Finnbogadætur eru til. Hin býr í Vættaborgum og er tíu árum yngri en forsetinn fyrrverandi.
Ummæli ›

...að þau Unnur Arndísardóttir, eða Úní eins og hún kallar sig, og Jón Tryggvi Unnarsson söngvaskáld og trúbadorar hafi seinustu ár boðið uppá fallega og ljúfa jólatónlist sem vakið hefur mikla lukku. Þau bjóða uppá prógram af fallegum og ljúfum jólalögunum, sem skapa skemmtilega stemningu fyrir hvaða tilefni sem er. Ef ykkur vantar hljóðfæraleikara og tónlist til að skapa einlæga stemningu fyrir jólahlaðborðið, litlu jólin eða jólaglöggið endilega hafið samband. Seinustu árin hafa þau verið mikið bókuð í nóvember og desember, og því er ráðlegt að hafa samband sem fyrst. Hér má heyra jólatónlistardæmi frá UniJon:
Ummæli ›

...að þetta sé Maggie Celine Louise De Block heilbrigðis- og félagsmálaráðherra  Belgíu; einn allra vinsælasti stjórnmálaður þar í landi í áraraðir. Hún er 53 ára.  
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. ÍSLENSK LEIKKONA JARÐSÖNG Í BROEN: Það var íslensk leikkona sem fór með hlutverk prestsins sem jarðsöng lögreglufulltrúann geðþekka...
  2. FRÚ THERESA Á GRUNDARTANGA: Úr fréttatilkynningu: Sólarkísilver Silicor Materials á Grundartanga verður kolefnishlutlaust og ...
  3. REYNIR TRAUSTA Í NÝRRI VINNU: Reynir Traustason, fyrrum ritstjóri DV, hefur ráið sig til starfa hjá Ferðafélagi Íslands og lýk...
  4. SÉÐ OG HEYRT Á PRIKINU: Útsýnið á Prikinu í Bankastræti er með ágætum þegar mannlífið er annars vegar eins og Séð og Heyrt g...
  5. BANKAHRUN Í SAUÐSKINNI: Nú var að hefjast bókauppboð í samstarfi fornbókabúðarinnar Bókarinnar og Gallerís Foldar á vef ...

SAGT ER...

...að þetta sé aðventukrans í lagi - fyrir minimalista segir Viðar Eggertsson leikari.
Ummæli ›

...að stórsöngvarinn Helgi Björns hafi nýverið gefið út plötuna " Veröldin er ný" en það er fyrsta frumsamda plata Helga í 18 ár. Nú hefur verið ákveðið að blása til útgáfutónleika til að fagna plötunni og einnig verða leikin eldri lög í bland. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 3. desember kl 21.00 á leynilegum stað í póstnúmeri 101 í Reykjavík. Takmarkað sætaframboð. Upplýst um tónleikastað á hádegi tónleikadags.

Ummæli ›

...að þetta sé Topp 6 á föstudagskvöldi samkvæmt mælingum.
Ummæli ›

...að fyrirbærið Black Friday sem tröllríður öllu ætti að heita Föstudagur til fjár.
Ummæli ›

Meira...