BENNI BÓAS (38)

Mývetningurinn, fréttamaðurinn og knattspyrnukappinn fyrrverandi, Benedikt Bóas Hinriksson, er afmælisbarn dagsins (38). Óskalagið?

“Ég vaknaði í morgun við það að stelpurnar mínar hringdu og sungu afmælissönginn. Við það fór ég í ægilega gott skap, fór fram og blastaði þessu lagi í nýju eldgömlu Bang&Olufsen græjunum mínum sem ég fékk frá Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Það er svo ofboðslegur hljómburður í þeim að það er eins og þær séu hannaðar fyrir þungarokk. Riffið eftir 2:30 er eitt það rosalegasta sem samið hefur verið og manni langar ekki að það hætti. Langar að halda áfram að hækka og öskra með. Alveg eins og ég ætla að gera í dag og alla aðra daga. Hækka vel og syngja með. Skál í boðinu.”

Auglýsing
Deila
Fyrri greinSAGT ER…
Næsta greinSAGT ER…