BEIÐ Í EINN OG HÁLFAN TÍMA EFTIR STRÆTÓ SEM ALDREI KOM

"Til skammar," segir Katrín.

“Mér finnst það fyrir neðan allar hellur þegar Strætó lætur ekki vita af þvi þegar stoppustöðvar eru teknar úr sambandi, “segir Katrín Þorsteinsdóttir og er mikið niðri fyrir:

“Var að bíða í dag við Vínlandsleið og hún liggur sem sagt frá Grafarholtinu og alla leið upp á Hálsana og vegna framkvæmda i dag var hún lokuð. Þetta var tilkynnt inn á netinu og í appinu en það eru ekki allir með app og sumir ekki með snjallsíma og fólk sem bíður eftir Strætó þarf að fá að vita ef stöðvar eru teknar út; og hvert á þá að fara til að ná i vagninn. Leið 18 er eini vagninn sem stoppar þarna og ég beið í einn og hálfan tima i dag eftir vagni og fleira fólk. Til skammar.”

Auglýsing