BASARSTUÐ FYRIR JÓLIN

  Kona í bílskúr heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini skoðar myndavélina.

  Nánast alls staðar á landinu eru um þessar mundir haldnir jólabasarar með allskonar varningi til sölu svo sem tvíreykt hangilæri, eldiviður, bækur, prjónavörur og allskonar skreytingar til jólanna.  Heimavinnandi húsmæður spila stóra rullu á þessum bösurum með verkum sínum.

  Ég rakst á þessa konu í bílskúr í Grafarvogi, Jónínu Magnúsdóttur, hanna allskonar listaverk til skreytinga. Sem eru virkilega flott augnakonfekt um jólin. Hún verður með sölubás á aðventumarkaði í Kjós sem verður haldin í Félagsgarði, nú um helgina, laugardaginn 3. desember, klukkan 12 til 16.
  Auglýsing