BARN SKOTIÐ MEÐ RAFBYSSU Í LÆRIÐ Í GUFUNESI

    Móðirin og rafbyssan.

    “Í gærkvöldi var 8 ára dóttir mín ásamt vinkonum að leika sér í Gufunesbæ. Sem ætti að vera ágætlega öruggt útivistarsvæði fyrir börn að leika sér á ekki satt? Nema það að þarna voru unglingsstrákar í 9. bekk með straumbyssu að hræða 8 ára börn og yngri,” segir Sylja Pálsdóttir.

    “Dóttir mín var svo skotin í lærið með byssunni. Strákarnir voru á vespum og héldu áfram að hræða þær með því að elta þær. Þær drifu sig á hlaupahjólum heim til vinkonu dóttur minnar og voru dauðhræddar þegar heim var komið. Foreldrar stráka í 9. bekk! Endilega ræðið við drengina ykkar.”

    Auglýsing