“Dóttir (5) fékk í dag gamla Barbíhúsið mitt sem pabbi hannaði og smíðaði þegar ég var 8 ára. Það er 130 á breiddina og 110 á hæð. Í húsinu eru stigar milli hæða, arinn, strompur, gluggatjöld og rafmagn og ljós dregin í öll herbergi. Litla brosir allan hringinn,” segir Nína Richter fyrrum kvikmyndagagnrýnandi á RUV.

