BANNAÐ AÐ SOFA – BANNAÐ AÐ VEKJA

  Þetta skilti fer ekki framhjá neinum sem fer inn í Leifsstöð eða út. Skiltið sést hvergi annars staðar á Íslandi. Það er bannað að sofa í Leifsstöð.

  Fréttamaður: Er fólk sektað ef það sofnar hér inni?

  Öryggisvörður: Nei, við megun ekki einu sinni vekja fólkið.

  Fréttamaður: Hvers vegna ekki?

  Öryggisvörður: Isavia hefur áhyggjur af neikvæðu umtali á samfélagsmiðlum erlendis og vill ekki að við truflum fólkið.

  Fréttamaður: Til hvers er þá skiltið?

  Öryggisvörður: Það veit ég ekki. Hins vegar hefur þetta gengið svo langt að í fyrra svaf hér maður á salernisganginum undir brottfararahæðinni í þrjá mánuði. Við vissum ekkert hvað við ættum að gera við hann. Þegar hann hann var farin að spyrja starfsfólk á veitingastöðum á hæðinni fyrir ofan hvort það gæti útvegað honum byssu til skjóta sig og byrjaður að tengja saman alls kyns víravirki þarna á ganginum greip Sandgerðisbær inn í og fjarlægði hann (innsk. Kelfavíkurflugvöllur tilheyrir Sandgerði).

  Auglýsing