BANKASTJÓRI BANKAR

    Úr bakherberginu:

    Fregnir hafa borist af því að Höskuldur Ólafsson fyrrverandi bankastjóri Aríonbanka bjóði sig nú fram til stjórnarsetu í Skeljungi. En bankastjórinn bankar víðar. Nú hefur hann gert vart við sig í höfnum Eimskips og telur sig eiga þangað erindi í stjórn ekki síður en í Skeljung. Ekki er víst að allir séu jafn upprifnir yfir hugmyndum bankastjórans fyrrverandi enda stutt liðið frá því að hann hvarf úr starfi og enn í fersku minni tapið sem hann skildi eftir sig í United Silicon, Heimsferðum og Wow.

    Auglýsing