BANKARNIR Á BREMSUNNI

  Áhyggjufullur athafnamaður sendir póst:

  Íslensku bankarnir eru byrjaðir að stíga á bremsuna í lánveitingum til verkefna.

  Nú þegar er byrjað að stíga á bremsurnar við byggingu hótela og ekki er lánað nema baktrygging sé fyrir greiðslu lána .

  Þá eru bankarnir farnir að bremsa á byggingu íbúðarhúsa og þannig þurftu tveir verktakar sem ætluðu að byggja nokkur hús í Hafnarfirðu að skila lóðunum þar sem viðskiptabanki félagsins synjaði félögunum um lánafyrirgreiðslu vegna verkefnana.

  Þá er farið að bremsa og skera á yfirdrátt hjá fyrirtækjum þar sem bankarnir óttast að nýtt samdráttarskeið sé að hefjast.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinEYÞÓR OG NERÓ