BANKAR HÆTTIR AÐ VEITA ÞJÓNUSTU

“Bankar í dag hafa aldrei verið jafn slæmir þjónustuveitendur og í dag. Allt persónulegt horfið. Allt er á þeirra forsendum. Engin andlit til að tala við lengur sem er annt um að aðstoða og leysa úr málum,” segir Jón Axel Ólafsson fjölmiðla – og athafnamaður og talar fyrir munn margra.”
Bankar eru eins og stórir miklir veggir og allir eiga að koma að veggnum og hneigja sig og fá staðlaða þjónustu frá róbot!
Ég er búinn að vera í sama bankanum í 50 ár og það er bara einn einstaklingur eftir í útibúinu mínu sem hægt er að tala við, sem þekkir til og leysir vanda. Þegar hann hættir …. þá er ég eiginlega í vanda staddur því þessi þjónustustefna er rusl!”
Auglýsing