BANDARÍKIN HERTAKA MEXÍKÓ – HA?

    Fastir í skrúfstykki heitir þessi mynd Steina pípara.

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Hergagna uppbygging og heræfingar Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjanna hefur verið stöðug undanfarið á landamærum Rússlands. Mestmegnis til að koma hergagnaframleiðslu bandaríska fyrirtækja í verð. Skiljanlega eru RÚssar ekki yfir sig hrifnir af þessu. Þetta eiga íslenskir fjölmiðlar erfitt með að skylja, þó sérstaklega RÚV sem er komin með svipaðan fréttaflutning af þessari spennu og þeir stunduðu meðan Trump var forseti US. Ekki má gleyma eldra fólki sem var alið upp af rússagrýlunni í gamla daga af hálfu Sjálfstæðismanna og Morgunblaðsins.

    Steini pípari

    Þó slær fullyrðing Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO öll met þar sem hann fullyrðir að áhrifasvæði séu ekki lengur til í heiminum (það þarf sérvalin mann í slíka yfirlýsingu).

    Setjum upp smá dæmi til að átta okkur á stöðunni. Ef Mexíkó færi í hernaðarbandalag með Kína og þeir væri í stöðugum heræfingum við landamæri US og flytjandi hergögn að þeim.

    Getur þú lesandi góður séð fyri þér hvað Bandaríkjamenn mundu gera í stöðunni?

    Mitt svar er að þeir væru búnir að hertaka Mexíkó og það væri fyrsta frétt um málið.

    Auglýsing