BANANAÞJÓFUR Í VALDASTÖÐU

  "Hver etur bananann?" heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Ef maður stelur banana er manni refsað. Ef maður stelur völdum er það allt í lagi eða hvað?

  Steini pípari

  Ef það er satt sem Jón Gunnarsson alþingismaður segir að umhverfisráðherra hafi friðað stór landsvæði gegn skýrum lagafyrirmælum er það brot gegn ákvæðum stjórnarskrár um að löggjafarvaldið sé hjá Alþingi.

  Ef það er líka rétt að Vatnajökulsþjóðgarður hafi tekið sér löggjafarvald með því að setja reglur sem eru í andstöðu við lög um garðinn er það líka brot umhverfisráðherra að hafa viðhaldið þeirri gerð.

  Sakir fyrnast ekki fyrr en 6 mánuðum eftir næstu kosningar. Nú er spurning hvort það Alþingi sem þá situr vilji festa ólögin í sessi eða draga hinn brotlega fyrir dóm alveg eins og bananaþjófinn.

  Auglýsing