BALLARIN Á VEGUM BJÖRGÓLFS OG SKÚLA

    Nýtt súperþríeyki í Icelandair - Ballarin, Björgólfur og Skúli.

    Sagt er að frú Michelle Ballarin sem keypti gumsið úr þrotabúi WOW (tölvurnar og minniskubba) fyrir Björgólf Thor og Skúla Mogensen sé komin aftur á ról í sendiferð fyrir þá félaga og í þetta sinn er hún að reyna að komast yfir 25% í Icelandair –  fyrir þá félaga – fyrir sjö milljarða.

    Sjá tengda frétt.

    Athygli vekur að talsmaður frú Ballarin í þessum viðskiptum er Gunnar Steinn Pálsson almannatengill, sá sami og gerði Ólaf Ragnar Grímsson að forseta Íslands með snilldarbrellum.

    Auglýsing