BAKARAR Á BRAUÐFÓTUM

    Innflutningur á frosnu brauðmeti erlendis frá bakar vandræði þeirri stétt sem bakarar eru. Bakarí berjast velflest í bökkum en sárast þykir bökurum að horfa upp á ýmsar stærstu stofnanair hins opinbera sniðganga viðskipti við þá og spara eilítið í rekstri mötuneyta með frosnum innflutningi.

    – Hvaða stofnanir eru þetta?

    “Ríkisútvarpið, Landspítalinn og Háskóli Íslands svo dæmi séu tekin,” segja bakarar einum rómi.

    Auglýsing