BÆNDUR Í HÖLLINA EFTIR 50 ÁR

    Ólafur M. Jóhannesson ætlar að fylla Laugardalshöllina með bændum og búaliði og býður almenningi með.

    Bændur munu halda í Laugardalshöllina um miðjan október með sýninguna ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018.

    “Það er er kominn tími  til að halda alvöru landbúnaðarsýningu í Höllinni en sú sem var haldin þar síðast 1968 sprengdi öll aðsóknarmet enda eigum við flest rætur að rekja til sveitarinnar,” sagði Ólafur M. Jóhannesson, skipuleggjandi sýningarinnar.

    Auglýsing