BÆJARSTJÓRINN VISSI EKKERT UM RÓSUVIÐTALIÐ

  Haraldur bæjarstjóri og Rósa forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði.

  Í framhaldi af frétt okkar frá í gær um kvartmilljón króna viðtalið við forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði í Fréttablaðinu er þetta það nýjasta:

  Frá fréttaritara í Hafnarfirði:

  Var að fá það staðfest úr innsta hring að Haraldur bæjarstjóri vissi ekkert af greiðslunni vegna viðtalsins við Rósu og þá vissi forseti bæjarstjórnar, Guðlaug Kristjánsdóttir, ekkert af þessu. Öll spjót beinast nú að Rósu og Einari Bárðar, enda þykir það grafalvarlegt mál að skattpeningur bæjarbúa fari í að kosta viðtal við efsta mann á lista Sjálfstæðisflokksins – þetta er algjört einsdæmi og mikill pirringur er í Hafnarfirði útaf þessu og talsverð reiði innan allra flokkanna í bænum, þarmeð talin Sjálfstæðisflokkurinn, en menn þar á bæ eru ósáttir við Rósu vegna þessa máls.

  Sjá fyrstu frétt um málið hér.

  Auglýsing