BÆJARINS BESTU SÝNIR STRÆTÓSTÖÐ ÁHUGA

  Fréttaritari í Breiðholti:

  Skiptistöð Strætó í Mjódd fer í útleigu með haustinu ef áætlanir Reykjavíkurborgar ná fram að ganga. málið verður tekið fyrir í Borgaráði í dag og samkvæmt öruggum heimildum eru Sannir Landvættir og Bæjarins bestu pylsur líklegust til að taka við rekstri stöðvarinnar en Sannir landvættir reka WC í samvinnu við Reykjavíkurborg á staðnum og Bæjarins bestu þekkja allir.

  Gert er ráð fyrir því að framkvæmt verði fyrir 50 milljónir til að flikka upp á stöðina en ekki er vitað hvort það verði innan eða utandyra. Meðal annars er gert ráð fyrir því að færa inngang í stöðina þannig að gengið verði inn til móts við bílastæðið í Mjódd og settur verði milliveggur á milli pósthúss og húsnæðis Reykjavíkurborgar.

  Hugmyndir þeirra aðila sem líklegastir eru að hneppa hnossið  ganga út á að opna gott kaffihús og pylsustað þar sem einnig yrðu seldir farmiðar og kort fyrir Strætó sem síðan myndi  leigja hluta af húsnæðinu af rekstraraðilanum undir kaffistofu fyrir bílstjóra.

  Reykjavíkurborg vill einnig kaupa húsnæði Póstsins til að stækka svæðið en það hefur ekki gengið til þessa. 

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinMICHAEL CAINE (86)