BÆJARAPPARATIÐ NÖTRAR

    Fréttaritari í Hafnarfirði:

    Eftir að upp komst að Hafnarfjarðarbær hafi greitt 250 þúsund krónur fyrir viðtal við oddvita Sjálfstæðisflokksins í aukablaði Fréttablaðsins skelfur allt og nötrar í bæjarapparatinu.

    Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í mikinn vanda vegna þessa og klárt talið að flokkurinn verði að gera eitthvað – láta einhvern axla ábyrgð. Mest er talað um að Einar Bárðarson verði látinn taka pokann sinn og honum kennt um þetta – en látið í veðri vaka að Rósa oddviti hafi ekkert vitað af þessari greiðslu vegna viðtalsins.

    Einar verður líklega látinn falla á spjótið en bæjarstjórinn Haraldur og oddvitinn Rósa sleppi.

    Auglýsing