AXEL KAUPIR PÉTURSBÚÐ

  Axel á fullu í Pétursbúð.

  Pétursbúð á horni Ránargötu og Ægisgötu hefur verið seld. Kaupandinn er Axel Sigurðsson sem um hríð hefur unnið hjá fyrri eigendum sem staðið hafa vaktina um árabil í einni af síðustu hverfisverslunum borgarinnar.

  – Keyptirðu búðina einn?

  – Nei, með mömmu og pabba, segir kaupmaðurinn ungi klár í slaginn.

  Pétursbúð verður rekin með sama sniði og áður, úrval af alls konar og opið til 22:00 á kvöldin og yfirleitt um jól og páska einnig. Ómissandi í Vesturbænum.

  Auglýsing