AURABLÚS Á AÐVENTU

  Magnús Eiríksson er ekki aðeins eitt besta tónskáld þjóðarinnar heldur einnig topp textaskáld.

  Frægur er Gleðibanki hans, sem var reyndar saminn sem hægur blús en spíttaður upp fyrir Eurovision, um fánýti peningahégómans og nú birtir hann annan og nýjan á svipuðum nótum; Aurablús á aðventu:

  Er ekki flest til sölu
  ef boðið er nógu hátt
  og óþarfi að halda tölu
  um aurana mikla mátt

  Mikill vill alltaf meira
  menn eiga víst aldrei nóg
  andskotinn eingu vill eira
  í lofti,á jörðu og í sjó

  en svo lýkur lífinu drengur
  fólk kveður það lúið og þreytt
  og eilífðarveginn svo gengur
  með gullkort sem kaupa ekki neitt.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…