AUMINGJASKAPUR OG PENINGAÞVÆTTI

  Bakherbergisgluggi heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini.

  Íslendingur hefur búið um tíma í útlöndum. Hann losað eignir þar og vildi kaupa eign á Íslandi. Það var ekki hægt.

  Nú af hverju?

  Jú, Ísland er enn á gráum lista yfir lönd sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti.

  Þegar ég heyrði þetta þá hugsaði ég ekki eingöngu um aumingjaskapinn hjá íslenskum stjórnvöldum heldur um hversu léleg íslensk fréttamennska er. Þegar Ísland lenti fyrst á þessum lista átti að vera búið að leysa þessi mál þegar fyrirbrigðið sem heldur utan um listann héldi næsta fund sinn nokkrum mánuðum síðar.

  Dugar þessi ábending til þess að vekja íslenska blaðamenn?

  Auglýsing