AUGLÝST EFTIR FLÓTTAMANNASYSTEMI

  Íslensk þjóðmenning heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Í kaþólsku fyrri alda skiptu páfarnir sér af stjórnun ríkja og bannfærðu kónga sem hlýddu þeim ekki.

  Við höfum sagt skilið við slíkt. Kirkja okkar hefur ekki veraldleg völd. Auðvitað eru gildi okkar byggð á kristni en kirkjunnar menn fylgjast ekkert með því hvort lögin samrýmist hennar kenningum.

  Steini pípari.

  Tilraunir hafa verið gerðar í arabalöndum að aðskilja trúarvaldið frá því veraldlega. Það sem ég hef lesið í enskri þýðingu Kóransins sýnir að þetta er erfitt. Þar eru mörg ákvæði sem eiga heima í lögum í okkar skilningi.

  Egyptar völdu sér afturhaldssinnaðan trúarflokk sem það fólk virðist hafa tilheyrt sem var verið að reka úr landi. Ef því er hætta búinn þar er það vegna þess að menn óttast skoðanir þeirra.

  Þær eru enn ósamrýmanlegri okkar skilningi á mannréttindum, kvenréttindum og afstöðu til refsinga en þær eru gagnvart Egyptum.

  Við setjum almennar reglur til að hægja á miklum straumi fólks hingað til landsins vegna þess að við viljum halda okkar gildum. Fólkið sem hingað flyst öðlast jafn réttindi á við okkur. Það fær rödd í stjórnmálunum. Viljum við að hún yfirgnæfi okkar?

  Reglurnar eru miðaðar við takmörkun á innflutningi en ekki útilokun. Það er hægt að mynda samúð með einstaka fjölskyldu en hvað með allar hinar?

  Það þarf að vera system á hlutunum.

  Auglýsing