AUÐMENN Á AUSTURBAKKA Í FRAMKVÆMDAHUG

  samsett mynd
  Bruno Hans Muller, búsettur í Sviss, keypti þakíbúð á Austurbakka 2 á 495 milljónir og vill nú fá að innrétta hana enda íbúðin keypt fokheld. Þá er Jónas Hagan Guðmundsson fjárfestir sem keypti íbúð við Austurbakka á 620 milljónir einnig að láta breyta sinni og  skattakóngur Norðurlands eystra árið 2020, Geir Valur Ágústsson fjármálastjóri Air Atlanta, í sömu hugleiðingum í sama blokkahverfi við Reykjavíkurhöfn
  Hér eru umsóknirnar:
  “Bruno Hans Muller, Sviss. Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í íbúð 0603 í Bryggjugötu 2, í mhl. 05, á lóð nr. 2 við Austurbakka. Erindi fylgir umboð eiganda dags 16. september 2022, bréf hönnuðar dags. 20.september 2022 og yfirlit breytinga.Vísað til athugasemda.”
  “GEVA ehf, Brekkugötu 27, 600 Akureyri (Geir). Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta íbúð 0604 í Tryggvagötu 17, mhl.05 á lóð nr. 2 við Austurbakka.Erindi fylgir umboð eiganda dags. 16. september 2022, bréf hönnuðar dags. 20.september 2022 og yfirlit breytinga. Frestað. Vísað til athugasemda.”
  “Jónas Hagan. Dreisam ehf., Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík. Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta íbúð 0601 í Bryggjugötu 6, í mhl.05, á lóð nr. 2 við Austurbakka. Erindi fylgir umboð eiganda dags. 16. september 2022, bréf hönnuðar dags. 20.september 2022 og yfirlit breytinga.”
  Auglýsing