AUÐJÖFURINN GREEN HITTI FJÓRA ÍSLENDINGA OG ÞAR AF VORU ÞRÍR TIL RANNSÓKNAR

    Viðskiptablaðið greinir frá því að breski athafnamaðurinn Philip Green hafi aftur keypt fjórðungshlut í verslunarkeðjunni Top Shop. Fyrir nokkrum árum stóð til að Green og Baugur færu saman í stórfelld viðskipti en þau fóru úm þúfur eftir húsleit ríkislögreglustjóra á skrifstofum Baugs. Þá sagði Green:

    „Ég vildi óska þess að éghefði aldrei hitt ykkur. Ég veit ekki hvar Ísland er og mér er nákvæmlega sama. Svo mikið veit ég þó að það búa ekki margir á Íslandi. Hvernig get ég verið svo ólánsamur að af þeim fjórum Íslendingum sem ég hef hitt eru þrír þeirra til rannsóknar?“ 

    Auglýsing