Póstur dagsins:
—
Í desember síðastliðnum var kynntur samningur á milli Ferðamálastofu og Vesturlandsstofu þar sem kom fram að Vesturlandsstofa átti að fá 21,2 milljónir til reksturs Markaðsstofu Vesturlands.
Í byrjun mars var svo fulltrúum Vesturlandsstofu kynntur nýr samningur þar sem að fjárframlögin höfðu verið lækkuð niður í 13,2 milljónir.
Samtök Sveitarfélaga á Vesturland hafa mótmælt þessari lækkun harðlega og hafa óskað eftir fundi með ráðherra atvinnu-og nýsköpunar þau vilja að staðið verði við samning sem gerður var í desember.