ATLI VILL BREYTA Á BERGÞÓRUGÖTU

Atli Örvarsson kvikmyndatónskáld frá Akureyri er með mörg járn í eldi og nú vill hann breyta vinnuherbergi sem hann á við Bergþórugötu í Reykjavík.

Kerfisbréf til byggingarfulltrúa: “Magnum opus ehf., Pósthólf 73, 602 Akureyri. Sótt er um leyfi til að fjarlægja steypta þakplötu yfir núverandi vinnuherbergi, breyta burðarvirki  þaks þess hluta og einangra, setja hurð frá stigapalli inn í vinnuherbergi, koma fyrir  þakgluggaá baðherbergi og reisa létta veggi í húsi á lóð við Bergþórugötu. Gjald kr.12.100. Frestað. Vísað til athugasemda.”

Auglýsing