ATLI KANILL FANN SITT ZENSPACE

    "Sumarfrí, krabbamein, atvinnuleysi og bara almenn sligun síðustu ára algjörlega keyrðu mig í þrot."

    “Fyrir 3 vikum síðan var ég eiginlega gersamlega andlega done. Sumarfrí, krabbamein, atvinnuleysi og bara almenn sligun síðustu ára algjörlega keyrðu mig í þrot. Ein vika fyrir vestan, fékk að dj’a fyrst á Vagninum og svo spila á reifi í tanki á Flateyri og ég fann minn happy place,” segir Atli Viðar eða Atli Kanill. ”

    “Í apríl 22 var ég á sama botni, jafnvel dýpra. Kristjana greindist með krabba í mars, ég missti bróður minn í september hálfu ári áður, missti vinnuna í nóvember. Fékk algjört freecard lau-gigg í apríl á Röntgen og það gerði svo mikið fyrir sálina að ég rúllaði á því næstu mánuði.

    Það sem ég er að fara með þessu er að ég er það heppinn að hafa fundið hvar mitt zenspace er, hvar ég kemst aftur í andlegt jafnvægi, eins fáránlegt og það umhverfi er, og fyrir það er ég gríðarlega þakklátur.”

    Auglýsing