ÁSTFANGINN Á FJÓRÐA BEKK Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU

  Kolbeinn Tumi og Selma.

  “Ég var að springa úr stolti á föstudagskvöldið þegar ég sat á fjórða bekk í Þjóðleikhúsinu á frumsýningu Shakespeare verður ástfanginn,” segir Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri á visir.is og hafði ástæðu til. Ástin hans, Selma Björnsdóttir, var að leikstýra.

  “Líklega mín fyrsta frumsýning í leikhúsi enda hef ég aldrei áður átt kærustu sem hefur verið leikstjóri. Og söngkona. Og leikkona. Og veislustjóri. Gefur fólk saman. Gefur börnum nöfn. Og er meiriháttar partýljón þegar færi gefst. Elskar að skemmta sér, og öðrum. Meðfram þessu einstæð tveggja barna móðir með öllu sem því fylgir. Ég veit ekki alveg hvernig þetta er hægt. En þetta er allavega ekki á færi hvers sem er. Það er á hreinu.

  Það var magnað að sjá þrotlausa vinnu undanfarinna mánaða hjá öllum sem að koma verða að svona stórkostlegri sýningu. Ég gæti ekki mælt meira með sýningunni enda hefur hún svo svakalega margt. Marga af okkar bestu, reyndustu og efnilegustu leikurum, frábæra tónlist í mögnuðum flutningi, glæsilega leikmynd, sérstaklega flotta búninga, hlátur, gæsahúð og tilfinningar upp og niður skalann.

  Og auðvitað langflottasta leikstjórann.”

  Auglýsing