ÁSTARTJÖRN Í HAFNARFIRÐI

  Ástartjörnin við hliðina á N1 í Hafarfirði og Björgvin aka Lubbi klettaskáld.

  Borist hefur póstur:

  Sæll Eiríkur. Björgvin heiti ég og er Gunnarsson. Ég var að lesa umfjöllun þína um ástarvötn hér og hvar um heiminn – sjá hér –  og vildi senda þér mynd af tjörn sem er nokkuð hjartalaga. Tjörnin er staðsett við hliðina á N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði. Ég samdi meira að segja ljóð um þessa tjörn um daginn en ég hef gefið út 6 ljóðabækur undir listamannanafninu Lubbi klettaskáld. Hér er ljóðið og myndin.

  RÓMANTÍK OG RISTAÐ BRAUÐ
  það er örlítil tjörn á milli blokkarinnar sem ég bý í í lækjargötunni
  og enn einn sjoppunar í nágrenninu
  ég geng alltaf framhjá þessari tjörn
  ef ég er orðinn aðframkominn
  og neyðist til að svindla á gosbindindinu
  þessi örlitla tjörn er hjartalaga og það finnst mér fallegt
  eða sko, hún er bara hjartalaga
  frá ákveðnu sjónarhorni
  sem maður sér eiginlega aðeins
  þegar maður er að ganga í átt að sjoppunni
  á leiðinni til baka líkist tjörnin
  helst sveigðri rafmagnsrakvél
  ekki alveg eins rómantískt og hjarta en hey,
  lífið er ekki alltaf rómantík og rauðvín,
  stundum er það bara rakvél og ristað brauð
  stundum lekur sápa frá þvottastöðinni hjá enn einum
  og út í tjörnina en þá myndast rák í hana
  og þá ímynda ég mér, þegar ég geng framhjá á leið í sjoppuna,
  að nú sé hjartað hreint
  en samt er tjörnin þá einmitt skítug, menguð
  en ekki þegar ég er á leiðinni í sjoppuna,
  bara á leiðinni til baka
  Auglýsing