ÁSTARLÍF RÁÐHERRA TIL VANDRÆÐA Í FLOKKNUM

    Persónur og leikendur.

    Sterkur orðrómur um ástarsamband Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Kristjáns Þórs Magnússonar bæjarstjóra á Húsavík er að verða til vandræða í Sjálfstæðisflokknum og ekki síst nú þegar ráðherrakapall nýrrar ríkisstjórnar er í fullum gangi.

    Titringurinn nær bæði til almennra flokksmanna og þingliðs; málið þykir óþægilegt og þá ekki síst vegna þess að Áslaug Arna er ekki aðeins dómsmálaráðherra heldur einnig kirkjumálaráðherra. Og enn verra að bæjarstjórinn, meintur ástmaður ráðherrans, er kvæntur og þriggja barna faðir.

    Málavextir allir gætu reynst Áslaugu Örnu erfiðir þegar kemur að úthlutun ráðherrastóla. Hún gæti þurft að sætta sig við minna ráðuneyti en dóms – og kirkjumála.

    Auglýsing