Ásmundur Friðriksson alþingismaður, einn þekktasti ökuþór lýðveldisins, er kominn á rafmagnsbíl:
“Ég er kominn á fjórhjóladrifinn KIA EV6 100% rafmagn, algjör drauma fjölskyldubíll. Drægi hans er 450 km en í raunveruleikanum og íslensku veðurfari kannski rétt innan við 400 km. Mánaðarleg eldsneytisnotkun var á bilinu 50- 60 þúsund á mánuði en rafmagnsnotkun er ekki alveg ljós ennþá en líklega 20% af eldsteytiskostnaði. Við erum búin að eiga nokkrar Kíur og þær hafa reynst okkur frábærlega. Eins og K. Steinarsson umboðið í Reykjanesbæ. Ég hefðu aldrei trúað því hvað þessi bíll er glæsilegur hvar sem á hann er litið,” segir Ási ökuþór alsæll.