ÁSLAUGU BRUGÐIÐ – LÍFRÆNT OG DÝRT

  Áslaug, tómatarnir og reikningurinn.

  Áslaug Harðardóttir var að versla í vikunni og brá í brún þegar hún kom heim og leit á verðmiðann: “Þessir tómatar finnst mér svívirðilega dýrir, 250 gr 1.198 kr.”

  Samfélagskórinn tók undir:

  Guðrún Emelía Kolbeinsdóttir: “Þetta eru mjög dýrir tómatar þó þeir séu lífrænir. Þetta gerir þá tæpar 5000kr kílóið af tómötum. Reyndar finnst mér líka yfir 600kr fyrir venjulega tómata mikið. Ekki beint hvetjandi að versla innlenda framleiðslu.”

  Helga Snædal: “Hvað er að frétta Og ég er að tapa mér yfir verðinu á 6 venjulegum íslenskum tómötum á 668 kr. í Krónunni (nota sirka 3 bakka af þeim á viku). En þetta er svakalegt verð!”

  Hjörleifur Jóhannsson: “Ég velti stundum fyrir mér hvaða lögmál valdi því að lífrænt ræktað þurfi alltaf að vera dýrara. Vissulega má segja að það vaxi hægar, en ýmislegt sparast á móti. Bara pæling.”

  Auglýsing