ÁSI Á SPÍTALA

  Ásmundur Friðriksson alþingismaður, áður þekktur sem Ási í Eyjum en nú sem ökuþór, liggur á spítala þar sem hann lagðist undir hnífinn. Hann er brattur sem fyrr:

  “Ég hef fengið nokkur viðbrögð við því að Unnur Brá sé að leysa mig af í þinginu og vangaveltur vegna þess.
  Ég fór einfaldlega í slipp til að hressa upp á kroppinn. Gömul handboltameiðsl í öxlinni hafa verið að plaga mig lengi og ég gat ekki búið við það áfram. Því lagðist ég undir skurðarhnífinn og líklega þarf að taka hægri öxlina líka svo lifsgæðin verði eins og best verður kosið.
  Það er áhyggjuefni fyrir alla landsmenn þegar aksturshæfnin dvín vegna verkja og ónota svo það er umferðisöryggismál að lagfæra karlinn sem keyrir ekki lítið.
  Er á batavegi, hausinn á sínum stað og trúlega jafn lítið á honum og áður en það verður að duga.”

  Auglýsing